Plöntun - Egilssel

Egilssel í Fellum

Lýsing á verkefni

ID: TBD

Nýskógrækt

Í Egilsseli í Fellum voru gróðursettar rúmlega 200 þúsund plöntur sumarið 2022, greni fura og ösp og um 100.000 til viðbótar sumarið 2023. Gróðurfar einkenndist af rýrum melum og rofnu, en einnig ágætlega gróskumiklu mólendi inn á milli. Hluti mólendis á áætluðu plöntunarsvæði var tekinn út úr verkefninu vegna sérstaklega mikillar grósku. Svæðið er bæði votlent og rýrt með skemmtilegar klappir, kletta, tjarnir og vötn víða. Það verður áhugavert að sjá mörg vistkerfi vinna saman næstu árin og við sjáum strax að Egilssel gæti orðið einstaklega fjölbreytt útivistarsvæði. Búið er að forskrá Egilssel hjá Gold Standard og er áætlað að bæta því við verkefnið Arctic Afforestation in East Iceland, en fyrsta verkefnið í þeim verkefnahópi er á Mýrum í Skriðdal.

Staðreyndir

Áætluð kolefnisbinding
85.886
Staðall
Gold Standard
Vottunaraðili
Óákveðið

Auka upplýsingar

Senda inn ábendingu

Í tengslum við hvert vottað loftslagsverkefni, skal vera farvegur fyrir ábendingar og fyrirspurnir frá hagsmunaaðilum og almenningi allan verkefnatímann.

Myndband af svæðinu - Egilssel

Loftmyndir af Egilsseli

Myndband af Egilsseli sem Svarmi tók upp fyrir okkur


3D

Þrívíðarlíkan af svæðinu

Hér er hægt að skoða þrívíðarlíkan frá Svarma af svæðinu.

Framlag til heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna

Líf á landi

Líf á landi

Aðgerðir í loftslagsmálum

Aðgerðir í loftslagsmálum

Góð atvinna og hagvöxtur

Góð atvinna og hagvöxtur

Vottaðar kolefniseiningar í bið

Kolefniseiningar sem gefnar eru út fyrir áætlað magn af kolefnisbindingu á líftíma verkefnisins að hluta eða öllu leyti. Kolefniseiningar í bið verða að virkum kolefniseiningum þegar mælingar og staðfesting hefur átt sér stað. Þá er hægt að nota kolefniseininguna gegn losun. Ekki er heimilt að nota kolefniseiningar í bið gegn losun.

Virk vottuð kolefniseining

Raunveruleg, mælanleg, varanleg, aukaleg, staðfest og einstök framseljanleg vara sem skráð er í miðlægri skrá sem samsvarar einu bundnu tonni af CO2 ígildi. Sem hefur verið sannreynt að sé raunveruleg og hægt sé að nota gegn losun stofnana og fyrirtækja.