Um okkur
Vegferðin og teymið
Lesið nánar um vegferðina okkar og teymið sem kemur inn með víðtæka þekkingu
Vegferðin okkar
Ísland hefur sett fram metnaðarfulla aðgerðaáætlun sem á að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og leggja grunninn að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Á meðal 50 aðgerða sem áætlað er að ráðast í næstu árin, er efling skógræktar, efling landgræðslu, og endurheimt votlendis.
Hvað gerum við?
Yggdrasill Carbon (YGG) er fyrirtæki sem stofnað var á Egilsstöðum árið 2020 og vinnur að loftslagsverkefnum í náttúru Íslands sem gefa vottaðar kolefniseiningar. Ein vottuð kolefniseining verður til þegar eitt tonn af koltvísýringi, sem hefur verið mælt með viðurkenndum aðferðum og vottað sem slíkt, er dregið úr andrúmslofti eða er hindrað að berist í andrúmsloft. Fyrst um sinn er aðaláhersla okkar á kolefnisbindingu í skógi en meðfram þeim verkefnum vinnum við að þróun verkefna sem snúa að kolefnisbindingu jarðvegs og minnkun losunar á koltvísýringi með endurheimt votlendis.
Vottun
Öll verkefni YGG fara í gegnum vottun óháðs aðila. Vottun tryggir að kolefnisbinding sem verður til í slíkum verkefnum, hafi átt sér stað í því magni sem gefið er út til kolefnisjöfnunar og gerir ferlið gegnsætt og vandað. Vottun krefst einnig víðtæks samráðs, hún hvetur til gagnrýnnar hugsunar, dregur fram áherslu á gæði umfram magn og tryggir að ekki sé hægt að stíga skrefin áfram nema með sjálfbærni að leiðarljósi.
Víðtæk áhrif
Vottunarstaðlar gera kröfu á að verkefni hafi jákvæð áhrif á fleiri þætti en loftslagið. Jákvæð hliðaráhrif okkar verkefna eru fjölbreytt og snúa meðal annars að auknum atvinnumöguleikum í sveitum og aukinni verðmætasköpun sem hefur áhrif á samfélagið í víðara samhengi. Jákvæð áhrif snúa líka að uppgræðslu lands, aukinni líffjölbreytni á rofnu landi og næringarríkari jarðvegi.
Teymið okkar
Björgvin Stefán Pétursson
Framkvæmdastjóri
bjorgvin@yggcarbon.com
Ingibjörg Jónsdóttir
Verkefnastjóri
ingibjorg@yggcarbon.com
Kara Magnúsdóttir
Verkefnastjóri
kara@yggcarbon.com
Hafliði Hörður Hafliðason
Fjármálastjóri
haflidi@yggcarbon.com
Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir
Verkefnastjóri
rikey@yggcarbon.com