
Ábyrg kolefnisjöfnuní íslenskri náttúru
Tryggjum raunveruleg áhrif í loftslagsmálum með fagmennsku, gegnsæi og sjálfbærni að leiðarljósi
Leiðin að kolefnishlutleysi
Við tökum þátt í vegferð þinni í átt að kolefnishlutleysi
- Gróðursett tré
- 1.337.491
- Hektarar
- 534
- Áætluð tCO2e
- 254.718
Yggdrasill Carbon í fréttum


Mikilvægi vottunar
Vottuð loftlagsverkefni eru lykilþáttur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vottunarstaðlar gera kröfur á reglulegar mælingar, sýnileika, gegnsæi, samráð og vönduð vinnubrögð á öllum stigum verkefnis. Óháð vottun staðfestir í framhaldi að verkefni hefur staðist allar þær kröfur sem staðall gerir. Þannig verður til vottuð kolefniseining sem er raunveruleg, mælanleg, varanleg og skráð í miðlægan gagnagrunn fyrir gegnsæi og sýnileika raunávinnings.

Tilurð verkefna
Við vinnum með landeigendum að vottuðum loftlagsverkefnum á þeirra jörð. Áður en hafist er handa er gerður 50 ára leigusamningur við landeiganda um samningssvæðið. Ástæðan fyrir tímalengd samninga er samspil vaxtahraða skóga á Íslandi og kröfur þeirra staðla sem að við leiðum verkefnið í gegnum.
Þegar að um nýskógræktarverkefni er að ræða þá er skógurinn að fullu í eigu landeiganda að leigutíma loknum. Þeim vottuðu kolefniseiningum sem til verða í verkefninu er svo skipt á milli YGG og landeiganda í hlufalli við framlag til verkefnisins.

Samstarfsaðilar










