ID: GS11654
Á Mýrum í Skriðdal voru gróðursettar rúmlega 130 þúsund plöntur sumarið 2022, greni fura og ösp. Gróðurfar einkenndist af nokkuð rofnu mólendi en þó með gróskumeiri svæðum inn á milli. Töluvert mæðir á svæðinu í vindasömum hlíðum Hallormsstaðaháls og jarðvegur víða opinn fyrir frekara rofi, ekki síst vatnsrofi á brattasta hluta svæðisins. Á næstu árum munum við fylgjast með skóginum græða upp landið, hindra frekara jarðvegsrof og vonandi bæta í líffjölbreytnina á svæðinu. Mýrar í Skriðdal er hluti af Gold Standard verkefninu Arctic Afforestation in East Iceland og er núna í vottunarferli.
Loftmyndir af Mýrum
Myndband af Mýrum sem Svarmi tók upp fyrir okkur
Kolefniseiningar sem gefnar eru út fyrir áætlað magn af kolefnisbindingu á líftíma verkefnisins að hluta eða öllu leyti. Kolefniseiningar í bið verða að virkum kolefniseiningum þegar mælingar og staðfesting hefur átt sér stað. Þá er hægt að nota kolefniseininguna gegn losun. Ekki er heimilt að nota kolefniseiningar í bið gegn losun.
Raunveruleg, mælanleg, varanleg, aukaleg, staðfest og einstök framseljanleg vara sem skráð er í miðlægri skrá sem samsvarar einu bundnu tonni af CO2 ígildi. Sem hefur verið sannreynt að sé raunveruleg og hægt sé að nota gegn losun stofnana og fyrirtækja.