Samstarfssamningur við Brim

—— 12.04.2023

Í lok mars undirritaði YGG samstarfssamning við Brim um loftslagsverkefni í Vopnafirði. Verkefnið er um 165 hektara skógræktarverkefni til kolefnisbindingar og er nú unnið að framkvæmdaleyfi og ræktunaráætlun. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist vorið 2024 og að verkefni verði vottað að hausti sama ár. Verkefnið er unnið í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið og á að leggja sitt að mörkum að kolefnishlutlausu sveitarfélagi.